Fín hugmynd. A-NS Norður &spade;Á965432 &heart;ÁG6 ⋄Á9 &klubs;5 Vestur Austur &spade;1087 &spade;-- &heart;10 &heart;8432 ⋄KD6543 ⋄G1082 &klubs;976 &klubs;K10432 Suður &spade;KDG &heart;KD975 ⋄7 &klubs;ÁDG8 Suður spilar 7&heart;.

Fín hugmynd. A-NS

Norður
Á965432
ÁG6
Á9
5

Vestur Austur
1087 --
10 8432
KD6543 G1082
976 K10432

Suður
KDG
KD975
7
ÁDG8

Suður spilar 7.

Jeffrey Juster fékk fína hugmynd. Hann var í austur með heldur máttlítil spil og passaði sem gjafari. Suður (Chris Willenken) vakti á 1 og austur (Franklin Merblum) stökk hindrandi í 3. Norður (Eldad Ginossar) sagði 4 (slemmuáhugi í hjarta) og nú var aftur komið að Juster. Hvað datt honum í hug?

Spilið er frá 16-liða úrslitum landsliðskeppninnar í Houston og algengasta lokasögnin var 7 í norður. En spaðaliturinn týndist í þessu leik, bæði vegna þess að Ginossar valdi að segja 4 frekar en 3, og eins af því Juster stökk næst í 5 á eyðuna! Við því sagði Willenken 6 og Ginossar lyfti í 7. Allir pass, spaði út og einn niður.

Eftir á að hyggja er auðvelt að gagnrýna Ginossar fyrir að átta sig ekki á fyrirætlun Justers með 5. Eitt er þó víst: það hefði verið auðveldara að breyta í 7G (eða 7) eftir Lightner-dobl á 7, eins og sást í öðrum leikjum.