Viðar Þorsteinsson
Viðar Þorsteinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Viðskiptablaðið fjallaði í vikunni um Sósíalistaflokkinn og verkalýðsfélagið Eflingu, sem nú hafa sameinast, nema ef til vill að formi til: „Hún lét ekki mikið yfir sér fréttin um að Þráinn Hallgrímsson, hinn þaulreyndi skrifstofustjóri Eflingar,...

Viðskiptablaðið fjallaði í vikunni um Sósíalistaflokkinn og verkalýðsfélagið Eflingu, sem nú hafa sameinast, nema ef til vill að formi til: „Hún lét ekki mikið yfir sér fréttin um að Þráinn Hallgrímsson, hinn þaulreyndi skrifstofustjóri Eflingar, hefði látið af störfum hjá stéttarfélaginu, en hann hefur starfað hjá félaginu frá stofnun og þar áður hjá hinni sögufrægu Dagsbrún.

Fyrr í mánuðinum tók Viðar Þorsteinsson við nýju starfi framkvæmdastjóra hjá Eflingu. Þráinn mun hafa orðið manna mest hissa, þegar Viðar var kynntur á starfsmannafundi sem nýr framkvæmdastjóri – ekki skrifstofustjóri – en aðrir starfsmenn Eflingar eru sagðir uggandi um að frekari hreinsana sé að vænta.

Viðar er í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins og kunnur róttæklingur á vinstri jaðri vinstri jaðars íslenskrar þjóðmálaumræðu. Miklar sviptingar hafa verið í Eflingu að undanförnu, en í mars sigraði Sólveig Anna Jónsdóttir, annar flokksbroddur Sósíalistaflokksins, formannsslaginn í Eflingu með yfirburðum.“

Yfirtaka skósveina Gunnars Smára Egilssonar á verkalýðsfélagi er umhugsunarverð fyrir launþega, en skýrist þó sennilega af alvarlegu áhugaleysi almennings á verkalýðsfélögum.

Þannig nýtur núverandi formaður Eflingar aðeins stuðnings 12,7% félagsmanna og formaður VR hefur 10,7% félagsmanna á bak við sig.