Fyrir 4-6 200 g þurrkað vegan nautakjöt 100 g hvítlaukur, rifinn 100 g laukur, hakkaður 1 tsk salt 1 msk sojasósa eða vegan fiskisósa 200 ml sólblómaolía 1/2 tsk chilli sósa Setjið þurrkað vegan nautakjöt í pott og sjóðið í 10 mínútur.
Fyrir 4-6
200 g þurrkað vegan nautakjöt
Setjið þurrkað vegan nautakjöt í pott og sjóðið í 10 mínútur. Hellið vatni af og skolið með köldu vatni og kreistið svo allt vatnið úr.
100 g hvítlaukur, rifinn
100 g laukur, hakkaður
1 tsk salt
1 msk sojasósa eða vegan fiskisósa
200 ml sólblómaolía
1/2 tsk chilli sósa
Hitið pönnu með sólblómaolíunnni og steikið svo vegannautakjötið í 10 mínútur, þar til brúnað. Setjið næst hvítlaukinn og laukinn út á pönnuna og saltið og eldið í 5 mínútur. Bætið næst við sojasósu og chillisósu og eldið í 2 mínútur.
Gott í samlokur eða með núðlum eða grjónum. Skreytið með gulrótasneiðum.