Tónlist Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir að Madonna sendi frá sér nýjar tónsmíðar og er nú komið að því en Beautiful Game heitir nýtt lag, hennar fyrsta í þrjú ár.
Tónlist
Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir að Madonna sendi frá sér nýjar tónsmíðar og er nú komið að því en Beautiful Game heitir nýtt lag, hennar fyrsta í þrjú ár.
Poppdrottningin vann lagið með Marwais sem hún hefur unnið mikið með í gegnum tíðina en fyrr á árinu greindi Madonna frá því að hún hefði verið upptekin í upptökuveri í London við að taka upp nýja tónlist. Á Instagram skrifaði hún. „Svo góð tilfinning ... að vera að gera nýja tónlist aftur!“
Madonna hefur undanfarið verið fótboltamamma í Portúgal en sonur hennar David sem er 12 ára hefur verið þar að æfa hjá Benfica FC's æskuakademíunni.