Líkamsrækt Auk leiksins tengja margir nafn Jane Fonda við víðfræg líkamsræktarmyndbönd hennar.
Líkamsrækt
Auk leiksins tengja margir nafn Jane Fonda við víðfræg líkamsræktarmyndbönd hennar. Sjálf hélt Fonda sér í formi með ballettæfingum en eftir að hún slasaðist á fæti við tökur á The China Syndrome varð hún að hætta dansinum og sneri sér að æfingum sem hentuðu betur, eróbikk og styrktaræfingum, undir leiðsögn Leni Cazden. Hún útfærði hans æfingar í sínar eigin og litu þær dagsins ljós á vídeóspólum. Þar með byrjaði ferill sem stóð í mörg ár en fyrsta myndbandið kom út 1982 og urðu þau mörg. Áður hafði hún gefið út bók um líkamsrækt.