[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Síðasta bókin sem ég kláraði var Land föður míns eftir Wibke Bruhns. Mér fannst það æðisleg bók, mikil saga. Ég er pólsk og er alltaf að gera mér betur grein fyrir því hvað seinna stríð hafði mikil áhrif á okkur.

Síðasta bókin sem ég kláraði var Land föður míns eftir Wibke Bruhns. Mér fannst það æðisleg bók, mikil saga. Ég er pólsk og er alltaf að gera mér betur grein fyrir því hvað seinna stríð hafði mikil áhrif á okkur.

Ég er núna að lesa The Son of Neptune eftir Rick Riordan, bók fyrir unglinga. Mér finnst hún mjög skemmtileg, er með hana sem hljóðbók og hlusta á hana þegar ég er úti að ganga með hundinn minn. Hann er mjög glaður núna, hann fær svo mikið að vera úti.

Svo var ég að klára bókina Rithöfundur Íslands eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur. Hún er byggð á doktorsritgerð hennar um Hallgrím Helgason og bækur hans sem ég held mikið uppá. Hann er númer eitt í mínum huga og ég elska allt sem hann skrifar þó hann sé ekki gallalaus.