Í gær gáfu drengirnir í hljómsveitinni Albatross út nýtt lag sem nefnist „Ofboðslega næmur“.
Í gær gáfu drengirnir í hljómsveitinni Albatross út nýtt lag sem nefnist „Ofboðslega næmur“. Fyrr á árinu sendi hljómsveitin frá sér lagið „Ég ætla að skemmta mér“ sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarna mánuði eins og hlustendur K100 hafa glögglega heyrt. Halldór Gunnar og Sverrir Bergmann, meðlimir sveitarinnar, kíktu til Hvata og Huldu í Magasínið og spjölluðu um lagið og ýmislegt fleira, meira að segja Eurovision. Horfðu og hlustaðu á viðtalið á k100.is. Þar geturðu einnig heyrt nýja smellinn.