Þessi bær er þekktur fyrir skíðaíþróttir en hann hefur ekki minna upp á að bjóða á sumrin. Gönguleiðirnar eru margar en fyrir þá sem vilja bara virða fyrir sér útsýnið er hægt að fara upp í mikla hæð í kláfi og skoða hið tignarlega fjall Mont Blanc.
Bærinn sjálfur er sérstaklega fallegur með skemmtilegum byggingum og beljandi jökulá. Þar er líka hægt að versla, ekki síst eru útivistarbúðir margar.
Ævintýragjarnar fjölskyldur ættu að heimsækja ævintýragarðinn við borgina (www.chamonixparc.com). Hann er við hæfi allrar fjölskyldunnar. Hægt er að fara í fjallarússíbana, langar rennibrautir og farartæki af ýmsu tagi auk þess að leika á leikvöllum og hoppa á trampólínum.