19. maí 1969 Kjarasamningar milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda voru undirritaðir. Meðal annars var samið um stofnun lífeyrissjóða.
19. maí 1969
Kjarasamningar milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda voru undirritaðir. Meðal annars var samið um stofnun lífeyrissjóða. Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ sagði í samtali við Morgunblaðið: „Samkomulagið um lífeyrissjóð er mikilsvert framtíðarmál sem mun verða fagnað.“
19. maí 1983
Boeing-þota með geimskutluna Enterprise ofan á flaug yfir Reykjavík og lenti á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið sagði að geysilegt fjölmenni hefði fylgst með af Öskjuhlíð og Arnarhóli.
19. maí 1990
Húsdýragarðurinn í Laugardal í Reykjavík var opnaður. Þar voru þá tuttugu tegundir húsdýra, sjávardýra og villtra dýra. Yfir tíu þúsund manns komu í garðinn fyrsta daginn.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson