Vasa Bjarna má sjá í þekktustu tímaritum heims.
Vasa Bjarna má sjá í þekktustu tímaritum heims.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bjarni Sigurðsson (1965) keramiker lærði í listaakademíunni í Árósum og skapaði sér fljótt nafn ytra og hér heima fyrir verk sín.
Bjarni Sigurðsson (1965) keramiker lærði í listaakademíunni í Árósum og skapaði sér fljótt nafn ytra og hér heima fyrir verk sín. Vestanhafs selur ein virtasta hönnunar- og lífsstílsverslun Bandaríkjanna, ABC Carpet & Home, vörur Bjarna og þá eru vörur hans til sölu hjá þekktum söfnum víða um heim, eins og Louisiana-safninu í Danmörku. Bjarni er þekktur fyrir einstaka lífræna áferð á keramik sinni, blómavösum og borðbúnaði, djúpa og sérstaka litatóna en Bjarni notar ösku úr Eyjafjallajökli í alla sína glerjun.