Í tilefni af aldarafmæli Birgit Nilsson þann 17. maí stendur Richard Wagner félagið fyrir dagskrá í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 14. Umsjón með dagskránni hefur dr. Sveinn Einarsson leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri.
„Birgit Nilsson var ein fremsta dramatíska óperusöngkona 20. aldar. „La Nilsson“ debúteraði í Konunglega óperunni í Stokkhólmi árið 1946. Árið 1954 söng hún sitt fyrsta hlutverk í Bayreuth sem Elsa í Lohengrin og var það fyrsta sumarið af sextán sem hún varði í Bayreuth þar sem hún söng Brünnhilde og Isolde allt til ársins 1970,“ segir í tilkynningu frá félaginu.