[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari tísti um leigubílaferð í Berlín þar sem bílstjórinn hafði nokkuð sérstakar landfræðilegar hugmyndir um Ísland: „Reifst við leigubílstjóra í Berlín sem telur að ég hafi rangt fyrir mér í því að Ísland sé eyja.
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari tísti um leigubílaferð í Berlín þar sem bílstjórinn hafði nokkuð sérstakar landfræðilegar hugmyndir um Ísland: „Reifst við leigubílstjóra í Berlín sem telur að ég hafi rangt fyrir mér í því að Ísland sé eyja. Það er víst hægt að keyra frá Reykjavík til Helsinki.“

Rithöfundurinn, lögfræðingurinn og uppistandarinn með meiru Bergur Ebbi Benediktsson tísti: „Það er fáránlegt að við séum með þjóðleikhús, fjölmiðla og sveitastjórnarkosningar á þessari eyju. Ef einhver myndi finna þessa eyju í dag væri hann bara: „hér geta svona 15-20 manns búið í einhverju veðurathugunarkjaftæði.“

Sjónvarpsstjarnan Berglind Pétursdóttir , gjarnan kennd við Festival, tísti um samskipti sín við son sinn:

„Svo icey stemning hérna eftir að að Kári hætti að kalla mig mömmu og byrjaði að kalla mig Berglindi Festival.

Dæmi:

– Góða nótt Kári elska þig múmú sín kútur

- Góða nótt, Berglind Festival.“