Björn Ólafur Hallgrímsson
Björn Ólafur Hallgrímsson
Eftir Björn Ólaf Hallgrímsson: "Vilja kjósendur áframhaldandi óþrifnað í borginni?"

Reykjavíkurborg hefur lengi látið við það sitja að þrífa götur og gangstéttar aðeins tvisvar á ári, þrátt fyrir mikla og viðvarandi svifryksmengun, sem stundum fer skv. mælingum langt upp fyrir heilsuverndarmörk. Svo þegar svo verst lætur er gripið til þess ráðs að líma óþverrann niður í stað þess að fjarlægja hann, rétt eins og geyma eigi hann til síðari óþrifnaðar þegar um líminguna losnar.

Borgarbúar finna það á eigin skinni, hvar sem þeir búa, hversu slæmt ástandið er. Þeir þurfa nær daglega að ryksuga vistarverur sínar, skúra og þurrka af, enda berst rykið jafnóðum inn aftur. Þetta ástand er heilsuspillandi, enda liggur rykið stöðugt í öndunarfærunum og veldur þar tjóni á lengri tíma. Þá þarf mun oftar en ella að þrífa rúður húsanna að utan og stéttar að ógleymdum bílunum, sem alltaf eru með þykku ryklagi auk þess sem mun oftar þarf að skipta um loftsíur og fleira.

Þetta er borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar til háborinnar skammar.

Rétt er að spyrja borgarstjóra, hvort á hans heimili sé aðeins ryksugað tvisvar á ári en óhreinindum þess á milli sópað undir teppið?

Borgarstjórinn þarf að axla ábyrgð á óþrifnaðinum með því að biðja borgarbúa afsökunar á þessari framkomu. Kjósendur þurfa að hafa þessa framkomu hugfasta í kjörklefanum.

Höfundur er lögmaður.

Höf.: Björn Ólaf Hallgrímsson