— AFP
Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins frá árinu 2012 og spilað flestalla mótsleiki þess í sex ár. Hannes er 34 ára gamall, fæddur 27. apríl 1984, og lék með Leikni R. í yngri flokkum og upp í meistaraflokk.

Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins frá árinu 2012 og spilað flestalla mótsleiki þess í sex ár.

Hannes er 34 ára gamall, fæddur 27. apríl 1984, og lék með Leikni R. í yngri flokkum og upp í meistaraflokk. Eftir að hafa verið hafnað af 3. deildarliðinu Núma spilaði Hannes með Aftureldingu og Stjörnunni í 2. og 1. deild og með Fram og KR í úrvalsdeildinni frá 2007 til 2013.

Frá þeim tíma hefur hann leikið með Sandnes Ulf, Nijmegen, Bodö/Glimt og nú tvö tímabil með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.

Hannes lék sinn fyrsta landsleik gegn Kýpur í september 2011 og hélt hreinu í 1:0 sigri á Laugardalsvellinum. Hann hefur nú leikið 48 landsleiki og er orðinn þriðji leikjahæsti markvörður landsliðsins frá upphafi, á eftir Birki Kristinssyni og Árna Gauti Arasyni.

Hannes varði mark Íslands í öllum fimm leikjum liðsins á EM í Frakklandi árið 2016.