Listmálarar Hluti kynningarmyndar fyrir sýninguna sem opnuð verður í dag.
Listmálarar Hluti kynningarmyndar fyrir sýninguna sem opnuð verður í dag.
Málaradeildin er titill málverkasýningar sem opnuð verður í Listamönnum galleríi að Skúlagötu 32 í dag kl. 16 en á henni sýna tíu upprennandi listmálarar sem hafa stundað nám við listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík.
Málaradeildin er titill málverkasýningar sem opnuð verður í Listamönnum galleríi að Skúlagötu 32 í dag kl. 16 en á henni sýna tíu upprennandi listmálarar sem hafa stundað nám við listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík. Hópurinn er jafnframt sá fyrsti til að ljúka tveggja ára diplómanámi af brautinni og eru verk þeirra fjölbreytt og öll unnin á þessu ári. Sýningin verður opin til 29. maí, frá mánudegi til föstudags kl. 9-17 og á laugardögum frá kl. 12 til 16.