Elsti frambjóðandinn 100 ára Elsti frambjóðandi landsins í sveitarstjórnarkosningunum eftir viku er Guðrún Glúmsdóttir, sem fagnaði 100 ára afmælinu fyrir tæpum mánuði. Guðrún, sem búsett er á Hólum í Reykjadal, er í 14.
Elsti frambjóðandinn 100 ára
Elsti frambjóðandi landsins í sveitarstjórnarkosningunum eftir viku er Guðrún Glúmsdóttir, sem fagnaði 100 ára afmælinu fyrir tæpum mánuði. Guðrún, sem búsett er á Hólum í Reykjadal, er í 14. sæti á Ð lista Framtíðarinnar í Þingeyjarsveit.
Fermetrinn á milljón
„Við finnum fyrir mjög miklum áhuga. Það eru viðræður í gangi um nokkrar íbúðir, þótt þær séu ekki komnar í formlega sölu,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG verks, um nýjar íbúðir á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Fermetraverð í þakíbúðum, þeim dýrustu, verður liðlega ein milljón kr.
Átján fluttu í fámennasta sveitarfélagið
Átján fluttu lögheimili sitt til Árneshrepps, fámennasta sveitarfélags landsins, skömmu áður en síðustu forvöð voru til þess með sveitarstjórnarkosningarnar í huga. Látið hefur verið að því liggja að um sé að ræða smölun til að í sveitarstjórn verði kosið fólk sem komi í veg fyrir byggingu Hvalárvirkjunar. Hrafn Jökulsson, einn þeirra sem fluttu norður, segir það absúrd að lögreglan hafi barið að dyrum á lögheimili hans og spurt barnsmóður hans að því hvar hann hefði vaknað þann morguninn og sömuleiðis að því hvort þau tvö væru byrjuð saman aftur.
Samhryggist gyðingum
Ég samhryggist gyðingum í Ísrael að hafa gengið í gegnum árþúsunda höfnun og helför seinni heimstyrjaldar án þess að öðlast þekkingu á friði en verða þess í stað nákvæm eftirlíking eigin óvina.Séra Bjarni Karlsson