Norðurþing Ný kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Norðurþing Ný kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. — Morgunblaðið/Hari
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, opnaði nýjan vef sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi, á Fosshóteli á Húsavík vikunni. Vefurinn er á slóðinni gaumur.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, opnaði nýjan vef sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi, á Fosshóteli á Húsavík vikunni. Vefurinn er á slóðinni gaumur.is og þar má fylgjast með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörnesi í austri.

Gögn til rannsókna

„Á vefnum geta notendur nálgast upplýsingar um þróun samfélags, umhverfis og efnahags á framangreindu svæði, sem talið er að muni verða fyrir hvað mestum áhrifum af uppbyggingu og starfsemi Þeistareykjavirkjunar, iðnaði á Bakka og auknum umsvifum í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu Einnig er að finna á vefnum ýmsan fróðleik um sjálfbæra þróun. Meðal upplýsinga sem eru aðgengilegar á vefnum má nefna mannfjölda svæðisins, tekjur íbúa, samgöngur, lífríki, fasteignamarkað og hag einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga.

Í tilkynningu segir að aðstandendur verkefnisins bindi vonir við að þau gögn sem aflað verður og birt á vegum verkefnisins muni nýtast meðal annars við rannsóknir og kennslu á öllum skólastigum, stefnumótun opinberra aðila og atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Aðstandendur verkefnisins eru Landsnet, Landsvirkjun, PCC, fulltrúar ferðaþjónustuaðila, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri ásamt sveitarfélögunum Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Þekkingarnet Þingeyinga fer með verkefnisstjórn. Vefurinn verður í stöðugri þróun og nýjar upplýsingar veðra birtar reglulega. erla@mbl.is