• Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og fyrirliði Breiðabliks varð í gærkvöld þriðji knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila 400 deildaleiki með íslenskum liðum. Þar af eru 265 leikir í efstu deild og þar er Gunnleifur sjötti leikjahæstur frá upphafi. Gunnleifur náði þessum áfanga í leiknum við KR í Vesturbænum. Hann hefur jafnframt leikið 115 deildaleiki í röð, frá 2012, án þess að missa úr leik. Á undan Gunnleifi hafa aðeins þeir Gunnar Valgeirsson (417 leikir) og Mark Duffield (400 leikir) náð þessum leikjafjölda í deildakeppninni hér á landi.
• Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR náði í sama leik þeim áfanga að verða þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Óskar lék sinn 269. leik í deildinni og fór upp fyrir Kristján Finnbogason markvörð sem lék 268 leiki. Birkir Kristinsson (321) og Gunnar Oddsson (294) eru þeir einu sem hafa spilað fleiri leiki en Óskar.
• Velgengni Stjörnumanna á Hlíðarenda heldur áfram. Jafnteflið í gærkvöld, 2:2, þýðir að
Valur hefur aðeins náð að vinna einn heimasigur gegn Stjörnunni á undanförnum átta árum.
• Aron Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann gerði sigurmark Grindvíkinga gegn Víkingi.
• KR tefldi fram þremur uppöldum Blikum í byrjunarliðinu í leik liðanna í gærkvöld. Það voru Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Orri Margeirsson .