Sjónvarp Einir vinsælustu þættir Netflix; 13 Reasons Why hafa nokkuð verið gagnrýndir vegna umfjöllunarefnisins en þættirnir segja sögu 17 ára gamallar stúlku sem skráir atburði lífs síns á hljóðupptökur áður en hún sviptir sig lífi.
Sjónvarp
Einir vinsælustu þættir Netflix; 13 Reasons Why hafa nokkuð verið gagnrýndir vegna umfjöllunarefnisins en þættirnir segja sögu 17 ára gamallar stúlku sem skráir atburði lífs síns á hljóðupptökur áður en hún sviptir sig lífi. Skólayfirvöld víða hafa sent foreldrum bréf samkvæmt frétt Telegraph og látið í ljós áhyggjur af því að þættirnir séu hættulegir ungu fólki og hvetji jafnvel til sjálfsvíga.
Pistlahöfundur Telegraph birti langan pistil um þættina á föstudag sem ber yfirskriftina: Það eru fleiri en 13 ástæður fyrir því að sjálfsmorðsdrama Netflix er hættulegt unglingum.