Skadar-vatn liggur alveg upp að Albaníu og er umkringt fallegri sveit og fjöllum. Þar er hægt að synda eða fara á kanó og er ólíklegt að maður hitti marga ferðalanga heldur frekar einstaka veiðimann á gömlum trébáti.
Skadar-vatn liggur alveg upp að Albaníu og er umkringt fallegri sveit og fjöllum. Þar er hægt að synda eða fara á kanó og er ólíklegt að maður hitti marga ferðalanga heldur frekar einstaka veiðimann á gömlum trébáti.
Við vatnið, sem er það stærsta á Balkanskaganum, er friðlýst svæði, þjóðgarður frá árinu 1983. Þarna er eitt helsta fuglaskoðunarsvæði í Evrópu. Helstu þorpin eru Virpazar og Vranjina.
Skadar er vinsælt svæði hjá íbúum höfuðborgarinnar Podgorica, sem flýja sumarhitann í borginni til að dvelja við vatnið.