— Morgunblaðið/Eggert
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf í gær lokaundirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en þá mættu fyrstu fimm leikmennirnir sem komnir voru í frí frá félagsliðum sínum á æfingu á Laugardalsvellinum.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf í gær lokaundirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en þá mættu fyrstu fimm leikmennirnir sem komnir voru í frí frá félagsliðum sínum á æfingu á Laugardalsvellinum. Þeir hófu æfinguna í glaðasólskini en síðan skall á hríð og Sigurður Þórðarson kom Herði Björgvini Magnússyni til hjálpar með vettlinga.

Fjölmiðlar víða um heim sýna íslenska landsliðinu og þátttöku þess á heimsmeistaramótinu mikinn áhuga. Sjónvarpsstöðvar frá flestum heimshornum hafa heimsótt landið til að fræðast um íslenska knattspyrnuundrið og aðrar hyggja á Íslandsferð.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur verið í tugum viðtala og er nánast fullbókaður að sögn Ómars Smárasonar, markaðsstjóra og upplýsingafulltrúa KSÍ. Ómar segist fá margar sérkennilegar spurningar, en sú skrýtnasta hafi tengst mörgæsum og mataræði Íslendinga.

10 og Íþróttir