Ragna Ragnarsdóttir (1988) iðnhönnuður útskrifaðist úr Ensci Les Atelier í París árið 2016 en útskriftarverkefni hennar var valið af dómnefnd til að taka þátt í Design Paride þar sem hún hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun.
Sjálf hefur Ragna sagst vinna einhvers staðar milli hönnunar, handverks og myndlistar og bera verk hennar þess merki, eins og kertastjakar hennar sem vísa í pláneturnar og vasar sem minna um leið á skúlptúra. Ragna hannar meðal annars vasa, bekki, kertastjaka og borð og litir eru allsráðandi en þar sem hún er frekar nýútskrifuð er ekki langt síðan almenningur fór að sjá verk hennar á markaðnum.