Kerskáli Velta í framleiðslu málma jókst um 15% fyrstu tvo mánuði ársins.
Kerskáli Velta í framleiðslu málma jókst um 15% fyrstu tvo mánuði ársins.
Velta í virðisaukaskattsskyldri starfsemi jókst um 12,8% á fyrstu tveim mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, og er þá lyfjaframleiðsla ekki talin með.

Velta í virðisaukaskattsskyldri starfsemi jókst um 12,8% á fyrstu tveim mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, og er þá lyfjaframleiðsla ekki talin með. Velta í framleiðslu málma jókst um 15,2% í janúar og febrúar miðað við sömu mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum á vef Hagstofu Íslands um veltu í virðisaukaskattsskyldri starfsemi.

Mest veltuaukning er þó í greinum tengdum fiskveiðum og -vinnslu á milli ára, enda var velta í þessum greinum óvenjulega lítil á fyrstu mánuðum ársins 2017 vegna verkfalls sjómanna. Þannig jókst velta í fiskveiðum, fiskeldi og vinnslu sjávarafurða um 59,0% á milli ára og heild- og umboðsverslun með fisk um 31,7%.

Ársvelta jókst um 6%

Velta í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð jókst um 14,2% á milli ára auk þess sem velta í flutningum og geymslu jókst um 16,2%.

Þegar litið er til tólf mánaða frá mars 2017 til febrúar 2018 jókst velta í virðisaukaskattsskyldri starfsemi um 6,0% miðað við tólf mánuði þar á undan.

Á milli þessara tveggja tímabila hefur velta í framleiðsla málma aukist um 13,3% og í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 13,7%. Þá jókst veltan í olíuverslun um 9,8%. Loks jókst velta í leigu á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum um 12,6% milli þessara tólf mánaða tímabila.