Mánaðarskýrslur Kópavogsbæjar hafa tekið á sig nýja mynd og eru nú gagnvirkar. Skýrslurnar eru birtar á vef Kópavogsbæjar og í þeim er að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemi bæjarins.

Mánaðarskýrslur Kópavogsbæjar hafa tekið á sig nýja mynd og eru nú gagnvirkar. Skýrslurnar eru birtar á vef Kópavogsbæjar og í þeim er að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemi bæjarins. Meðal upplýsinganna er yfirlit yfir fjárhagsaðstoð, aðsókn í sundlaugar, nýting á frístundastyrk og yfirlit yfir rekstur.

Kópavogsbær hefur birt mánaðarskýrslur úr starfsemi sveitarfélagsins frá árinu 2009 en með breyttri framsetningu eru upplýsingarnar aðgengilegri og auðveldara að rýna þær, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.