• Ekkert landslið frá Stóra-Bretlandi tók þátt í heimsmeistaramótunum frá 1930 til 1938. England, Skotland, Wales og Norður-Írland voru ekki aðilar að FIFA og höfnuðu boðum um þátttöku.

• Ekkert landslið frá Stóra-Bretlandi tók þátt í heimsmeistaramótunum frá 1930 til 1938. England, Skotland, Wales og Norður-Írland voru ekki aðilar að FIFA og höfnuðu boðum um þátttöku. Englendingar svöruðu boði árið 1934 á þann veg að HM væri ekki marktækt mót og breska meistarakeppnin væri mun sterkari.

• Írar voru hinsvegar með í undankeppni HM 1938, eða Írska fríríkið eins og landið nefndist þá. Írar töpuðu samanlagt 5:6 fyrir Norðmönnum í tveimur leikjum um sæti á HM. Noregur lék því á HM 1938 en komst ekki aftur í lokakeppni fyrr en 1994.

• Kúba var fyrsta þjóðin úr Karíbahafinu sem tók þátt í lokakeppni HM. Kúba lék á HM í Frakklandi 1938 og vann óvæntan sigur, 2:1, á Rúmeníu í 16-liða úrslitum en steinlá fyrir Svíum, 0:8, í 8-liða úrslitum. Kúba hefur ekki komist í lokakeppnina síðan.

• Hollensku Austur-Indíur voru fyrsta Asíuþjóðin á HM og var fulltrúi álfunnar í Frakklandi 1938. Liðið tapaði 0:6 fyrir Ungverjum í 16-liða úrslitum og var þar með úr leik. Landið hefur heitið Indónesía frá 1945 og ekki komist aftur á HM.

• Brasilíumaðurinn Leonidas , sem varð markakóngur HM 1938, var líka valinn besti leikmaður keppninnar. Hann fékk viðurnefnið „svarti demanturinn.“ Leonidas skoraði 21 mark í 19 landsleikjum fyrir Brasilíu, gerði 526 mörk í 574 deildaleikjum og er talinn einn sá fyrsti sem tileinkaði sér „hjólhestaspyrnuna“.