Jafnlaun Haraldur Sverrisson (t.h.) tekur við vottuninni frá Guðjóni Kristinssyni.
Jafnlaun Haraldur Sverrisson (t.h.) tekur við vottuninni frá Guðjóni Kristinssyni.
Mosfellsbær hefur hlotið vottun um að hann starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, tók í gær við skírteini þessu til staðfestingar frá BSI á Íslandi, sem er faggiltur vottunaraðili.

Mosfellsbær hefur hlotið vottun um að hann starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, tók í gær við skírteini þessu til staðfestingar frá BSI á Íslandi, sem er faggiltur vottunaraðili.

Þetta þýðir að Mosfellsbær uppfyllir öll viðmið lögbundins jafnlaunastaðals og telst launasetning innan Mosfellsbæjar vera hlutlaus gagnvart kyni og öðrum óhlutbundnum þáttum.

Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í apríl sl. að hefja vinnu við að afla sveitarfélaginu jafnlaunavottunar í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu í launaúttekt sem unnin var af Pricewaterhouse Coopers.