Axel Bóasson
Axel Bóasson
Vegna veðurs var ákveðið í gærkvöld að aflýsa tveimur seinni keppnisdögunum á Egils Gull-mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem áttu að vera á Garðavelli á Akranesi í dag og á morgun.

Vegna veðurs var ákveðið í gærkvöld að aflýsa tveimur seinni keppnisdögunum á Egils Gull-mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem áttu að vera á Garðavelli á Akranesi í dag og á morgun. Fyrsti hringurinn var leikinn í gær og ákveðið var að staðan að honum loknum skyldi teljast endanleg úrslit.

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson úr GK sigraði þar með í karlaflokki á fjórum höggum undir pari. Aron Snær Júlíusson úr GKG varð í 2. sæti á tveimur höggum undir pari.

Arna Rún Kristjánsdóttir úr GM og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK deila sigrinum í kvennaflokki. Þær léku báðar á 76 höggum, fjórum yfir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á Akranesi varð í þriðja sæti en hún lék heimavöllinn á sex höggum yfir pari, 78 höggum.