Farsímanotkun eftir klukkan tíu um kvöld getur leitt til þunglyndis og einmanaleika.
Farsímanotkun eftir klukkan tíu um kvöld getur leitt til þunglyndis og einmanaleika. Það er ekkert leyndarmál að það stuðlar ekki að góðum nætursvefni að nota símann á kvöldin en nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að það að skoða samfélagsmiðla af koddanum seint á kvöldin auki líkurnar á að viðkomandi þrói með sér t.d. þunglyndi og geðhvörf.
Rannsóknin náði til 91.000 manns á aldrinum 37-73 ára og var fylgst með þeim í viku. Niðurstöðurnar voru birtar í The Lancet Psychiatry.