Fonda ávarpar mannfjölda í Miami 1972 til að mótmæla stríðinu í Víetnam.
Fonda ávarpar mannfjölda í Miami 1972 til að mótmæla stríðinu í Víetnam.
Aktívismi Jane Fonda brennur fyrir friðarmálum og femínisma. Á árum stríðsins í Víetnam var hún öflug í mótmælum gegn stríðinu og hún tók einnig þátt í mótmælum og talaði opinberlega gegn stríðinu í Írak.
Aktívismi Jane Fonda brennur fyrir friðarmálum og femínisma. Á árum stríðsins í Víetnam var hún öflug í mótmælum gegn stríðinu og hún tók einnig þátt í mótmælum og talaði opinberlega gegn stríðinu í Írak. Hún hefur oftsinnis komið fram og talað um kynbundið ofbeldi en sjálf hefur hún sagt frá því kynferðisofbeldi sem hún hefur orðið fyrir, sem barn og á fullorðinsárum. Árið 2005 stofnuðu hún, Robin Morgan og Gloria Steinem Women's Media Center, sem vinnur meðal annars að því að virkja rödd kvenna í fjölmiðlum og styðja við þátttöku þeirra í opinberri umræðu. Fonda tók sér langt hlé frá leik í kringum 1990, eftir að hafa leikið í kvikmyndum í þrjá áratugi en sneri aftur árið 2005 í kvikmyndinni Monster-in-Law sem naut mikilla vinsælda. Hún lék svo á Broadway árið 2009, i fyrsta sinn frá 2009 og hefur leikið í fjölmörgum vinsælum sjónvarpsþáttum síðustu árin, svo sem Newsroom.