Steinar Þorsteinsson
Steinar Þorsteinsson
Skagamenn eru áfram einir á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir sigur á Haukum, 3:1, á Norðurálsvellinum í gærkvöld.

Skagamenn eru áfram einir á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir sigur á Haukum, 3:1, á Norðurálsvellinum í gærkvöld.

Steinar Þorsteinsson kom ÍA yfir eftir hálftíma leik og Stefán Teitur Þórðarson bætti við tveimur mörkum um miðjan síðari hálfleikinn. Daði Snær Ingason náði að minnka muninn fyrir Hauka með marki á 83. mínútu með fallegu langskoti. ÍA er þá með níu stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Fram og HK eru einnig ósigruð í öðru og þriðja sætinu og unnu bæði leiki sína í gærkvöld.

Fram lagði Leikni R. örugglega á Framvellinum, 3:0, þar sem Helgi Guðjónsson skoraði í fyrri hálfleik en þeir Guðmundur Magnússon og Alex Freyr Elísson í síðari hálfleik.

HK vann Selfoss 3:1 í Kórnum þar sem staðan var markalaus fram í miðjan síðari hálfleik. Þróttur vann ÍR 3:1 í Mjóddinni eftir að hafa komist í 2:0 snemma leiks. vs@mbl.is