Ekki er rétt að „vinna“ bráðan bug að e-u , betra er að vinda bráðan bug að því (bókstaflega „snúa skjótt að e-u“ – bugur er hér beygja ), sem þýðir að gera strax ráðstafanir til að koma e-u í framkvæmd .
Ekki er rétt að „vinna“ bráðan bug að e-u , betra er að vinda bráðan bug að því (bókstaflega „snúa skjótt að e-u“ – bugur er hér beygja ), sem þýðir að gera strax ráðstafanir til að koma e-u í framkvæmd . Aftur er rétt að vinna bug á e-u (eða e-m ): sigrast á e-u (eða e-m ). Þar er bugur tjón, skaði .