Salmonellufaraldri var fyrst lýst á Íslandi árið 1954 vegna mengaðra matvæla af völdum salmonella typhimurium.
Salmonellufaraldri var fyrst lýst á Íslandi árið 1954 vegna mengaðra matvæla af völdum salmonella typhimurium. Stór hópsýking af völdum salmonellu braust svo út á höfuðborgarsvæðinu árið 1962 þegar 185 einstaklingar greindust og voru 30 þeirra lagðir á sjúkrahús. Þeir höfðu neytt olíusósu eða majónes sem innihélt sýkt andaregg. Faraldurinn stóð í tvo mánuði og tók langan tíma að finna orsakir sýkingarinnar. Önnur umfangsmikil hópsýking vegna salmonellu kom upp í Búðardal árið 1987. Alls greindust 74 einstaklingar en salmonellan átti rætur að rekja til sýktra matvæla sem dreift var frá veitingasölunni í Dalabúð vorið 1987. Sýkillinn, salmonella goldcoast, leyndist í hráu svínakjöti og er talinn hafa dreifst fyrst og fremst í þremur fermingarveislum. Hópsýkingar komu einnig upp árið 1988 og 1996. Í septembermánuði árið 2000 greindist 181 einstaklingur með matarsýkingu af völdum salmonellu á Reykjavíkursvæðinu.