Tríó Brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, þau Carlos, Ella og Vilhjálmur.
Tríó Brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, þau Carlos, Ella og Vilhjálmur.
Vor í Vaglaskógi er yfirskrift kammertónleika sem haldnir verða í Hofi á Akureyri á mánudag, annan í hvítasunnu, kl. 16. Á þeim leikur brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verk eftir Poulenc, Bizet, Hull, Mozart og Bach.

Vor í Vaglaskógi er yfirskrift kammertónleika sem haldnir verða í Hofi á Akureyri á mánudag, annan í hvítasunnu, kl. 16. Á þeim leikur brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verk eftir Poulenc, Bizet, Hull, Mozart og Bach. Á franskt horn leikur Ella Vala Ármannsdóttir, Carlos Caro Aguilera á básúnu og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson á trompet.

Tónleikarnir eru síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessu starfsári og í léttari kantinum. „Efnisskráin er létt og skemmtileg eins og vorvindurinn, blanda af þekktum þjóðlögum og verkum höfuðtónskálda sígildrar tónlistar,“ segir um tónleikana á vef Hofs en þar má finna frekari upplýsingar um efnisskrána.