Hún brýst hér fram sem afl og eldur,
þín ást á hvítasunnudag.
Þinn vilji, Guð, og sátt því veldur,
þú velur minn að bæta hag.
Á himni, jörð og hjá þér ræður
heiðskýr þrá að elska mig.
Í kærleik hjá mér kveikir glæður,
Kristur minn, ég dýrka þig.
Þú upp mig reisir, upp mig drífur,
þá upp ég lít og mál þitt skil.
Þú gafst þá náð að gjöf sem hrífur,
þér, Guð minn, lífið þakka vil.
(Í tilefni hvítasunnu 2018)
Kristján Björnsson
sóknarprestur.
klerkur8@gmail.com