Það eru margir kostir við það að heimsækja fjallahéruð í sumarfríinu. Veðurfar er svalara í mikilli hæð sem kemur sér vel í miklum sumarhitum á suðrænum slóðum. Ef hitinn verður samt of mikill er fátt skemmtilegra en að dýfa sér í kristaltært fjallavatn til að kæla sig eða stunda vatnaíþróttir af ýmsu tagi.
Þetta eru líka góðir staðir fyrir heilsusamleg ferðalög en fallegir dalir og fjallalandslag býður uppá fjölbreytta útiveru, hvort sem er gangandi, hjólandi, fljúgandi á svifvæng eða í klettaklifri.
Heimild: Guardian Travel, Lonely Planet, Wikipedia.