Nú þegar styttist í að bjart sé allan sólarhringinn hér á landi er mikilvægt að huga að því að skapa rétta umhverfið í svefnherberginu til að stuðla að góðum svefni. Mikilvægt er að geta útilokað birtuna og sofa í rökkvuðu umhverfi.
Nú þegar styttist í að bjart sé allan sólarhringinn hér á landi er mikilvægt að huga að því að skapa rétta umhverfið í svefnherberginu til að stuðla að góðum svefni. Mikilvægt er að geta útilokað birtuna og sofa í rökkvuðu umhverfi. Til þess eru góðar gardínur bestar. Margar hleypa samt inn einhverju ljósi sem getur truflað og þá er frábær kostur að nota bara grímu fyrir augun. Þetta er ódýr lausn sem getur hjálpað mjög við svefn, ekki síst ef fólk er gjarnt á að vakna upp um miðja nótt því á þeim stundum getur verið hvað erfiðast að festa svefn á ný þegar sólin skín.