NETFLIX Vönduð heimildarmynd um baráttukonuna og aktívistann Mayu Angelou frá árinu 2016 sem ber heitið And still I rise er komin á Netflix-efnisveituna. Myndin hefur hlotið mikið lof og er hátt skrifuð t.d. á vefnum Rotten Tomatoes.
NETFLIX Vönduð heimildarmynd um baráttukonuna og aktívistann Mayu Angelou frá árinu 2016 sem ber heitið And still I rise er komin á Netflix-efnisveituna. Myndin hefur hlotið mikið lof og er hátt skrifuð t.d. á vefnum Rotten Tomatoes.

Myndin er sögð vera sú fyrsta sem gerð er um líf Angelou, sem er goðsögn í bandarísku samfélagi. Hún er afar persónuleg og sögð frá sjónarhorni hennar sjálfrar, enda náðu kvikmyndagerðarmennirnir að taka viðtöl við hana sem fléttuð eru inn í frásögn myndarinnar af lífi hennar og störfum, en Angelou lést árið 2014.