Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason halda útgáfutónleika í Iðnó í kvöld kl. 21 vegna hljómplötu sinnar Team Dreams sem er afrakstur samstarfsverkefnis þeirra.
Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason halda útgáfutónleika í Iðnó í kvöld kl. 21 vegna hljómplötu sinnar Team Dreams sem er afrakstur samstarfsverkefnis þeirra. Þríeykið samdi, tók upp og gaf út nýtt lag í hverjum mánuði í fyrra og hefur platan að geyma öll lögin 12 og er tvöföld vínylplata. Lögin eru á þremur hliðum en á þeirri fjórðu er myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur.