Að störfum Gréta Mjöll glímir við að prenta eitt af sínum stóru verkum. Hún blandar saman nútímatækni fræsara við stafræna vinnslu flæðis og þrykk.
Að störfum Gréta Mjöll glímir við að prenta eitt af sínum stóru verkum. Hún blandar saman nútímatækni fræsara við stafræna vinnslu flæðis og þrykk.
Sýning Grétu Mjallar Bjarnadóttur, ...e kki skapaðar heldur vaxandi , verður opnuð kl. 17 í dag í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17. Á sýningunni eru grafíkverk skorin út í birkikrossvið í tölvustýrðum risafræsara.

Sýning Grétu Mjallar Bjarnadóttur, ...e kki skapaðar heldur vaxandi , verður opnuð kl. 17 í dag í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17. Á sýningunni eru grafíkverk skorin út í birkikrossvið í tölvustýrðum risafræsara. Gréta Mjöll vinnur á abstrakt hátt með myndmálið, myndrænar hugmyndir vaxa í ferlinu og hún beitir sjónrænum aðferðum við að miðla sögum.

Listakonan dregur fram skynjun sína og tilfinningar í flæði og segir myndrænar sannsögur. Hún beitir þessum áhrifum í sjónrænan vettvang á þann hátt að þær eru ekki fyrirfram skapaðar heldur vaxnar sannmyndir. Kannski með þeim skilningi að lífið með alls konar upplifun og ferli breytinga kalli fram vöxt, endurnýjun eða annan skilning á eigin sögu. Gréta Mjöll býður áhorfendum í heimsókn inn í hugarheim sinn ekki ólíkt hugmyndinni í kvikmyndinni Being John Malkovich . Sýningin stendur til 17. júní.