Rómantík Midnight Sun er bandarísk endurgerð á japanskri kvikmynd.
Rómantík Midnight Sun er bandarísk endurgerð á japanskri kvikmynd.
Midnight Sun Rómantísk kvikmynd sem fjallar um 17 ára stúlku, Katie, sem er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún þolir ekki útfjólubláa geisla sólarinnar og má því ekki vera utandyra á daginn.
Midnight Sun

Rómantísk kvikmynd sem fjallar um 17 ára stúlku, Katie, sem er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún þolir ekki útfjólubláa geisla sólarinnar og má því ekki vera utandyra á daginn. Fyrir vikið hefur hún lifað afar vernduðu lífi innandyra. Á kvöldin fer hún hins vegar út og tekur oftast gítarinn sinn með sér og æfir sig á lestarstöð nærri heimili sínu. Þar hittir hún kvöld eitt ungan mann, Charlie, og fella þau hugi saman.

Handrit kvikmyndarinnar er byggt á handriti japanskrar kvikmyndar, Taiyo no Uta, eftir Norihiro Koizumi frá árinu 2006 en sú mynd naut mikilla vinsælda í Japan.

Með aðalhlutverk í Midnight Sun fara Bella Thorne og Patrick Schwarzenegger, sonur Arnolds Schwarzeneggers, Rob Riggle, Quinn Shephard, Ken Tremblett, Jenn Griffin, Nicholas Coombe og Tiera Skovbye en leikstjóri myndarinnar er Scott Speer.

Metacritic: 38/100

Rotten Tomatoes: 18%