Lokaverkefni Unnar Lárusdóttur í ljósmyndanámi í lýðháskólanum Krogerup í Danmörku nefnist Lifelines og fjallar um líkamsvirðingu, slitför og fjölbreytileika. Vegna fjölda fyrirspurna segist Unnur hafa ákveðið að halda áfram með verkið og halda sýningu hér heima. Sú stund verður milli kl. 17 og 19 í dag í Gallerí Vest, Hagamel 67, en einnig er hægt að skoða sýninguna kl. 14-17 á morgun, laugardag.
Slitför spila, að sögn Unnar, stærstan þátt í ljósmyndunum þar sem hún málar ofan í slitför fólks svo úr verði ólík mynstur. Slitförin gefi til kynna hvað líkaminn hefur upplifað og hvers hann sé megnugur.
Unnur myndaði og tók viðtöl við 17 manns, stráka og stelpur. Í viðtölunum kom fram að fólk upplifir samfélagslega pressu vegna fegurðarstaðla og á margt hvað erfitt með að elska líkama sinn. Á hinn bóginn kom líka í ljós að sumir hafa alla tíð elskað líkama sinn eða hafa lært að elska hann og hvernig fólk sér fegurð í ýmsu sem það sá ekki áður.