1. júní 1908 Skólaskylda 10-14 ára barna komst á hér á landi þegar fræðslulögin frá 1907 tóku gildi. Skólaskylda er nú frá 6 til 16 ára. 1. júní 1976 Síðasta þorskastríðinu lauk með samkomulagi við Breta, en samningaviðræður fóru fram í Osló.
1. júní 1908
Skólaskylda 10-14 ára barna komst á hér á landi þegar fræðslulögin frá 1907 tóku gildi. Skólaskylda er nú frá 6 til 16 ára.
1. júní 1976
Síðasta þorskastríðinu lauk með samkomulagi við Breta, en samningaviðræður fóru fram í Osló. Þar með viðurkenndu þeir í reynd fiskveiðilögsöguna sem var færð út í 200 mílur 15. október 1975.
1. júní 1999
Veðurstofan tók upp mælieininguna metra á sekúndu í stað vindstiga. Tæpu ári síðar var naumlega felld á Alþingi tillaga um að taka vindstigin upp aftur.
1. júní 2000
Elton John hélt tónleika á Laugardalsvelli í Reykjavík. „Tónleikagestir yljuðu sér við dúnmjúkan söng poppgoðsins fræga,“ sagði DV.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson