Torfi Rafn Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Coripharma, útskrifaðist með meistaragráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands 1995. Hann hefur meira og minna unnið við lyfjaiðnaðinn frá útskrift.

Torfi Rafn Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Coripharma, útskrifaðist með meistaragráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands 1995.

Hann hefur meira og minna unnið við lyfjaiðnaðinn frá útskrift. Hann hóf störf hjá Lyfjaverslun Íslands eftir útskrift og var síðan einn stjórnenda NM Pharma, dótturfyrirtækis Mylans á Íslandi, til 1999. Hann stofnaði lyfjahugbúnaðarfélagið DOC.is og síðan Pharmarctica 2002. Torfi starfaði sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Medis, dótturfélagi Actavis, árin 2004-2009. Hann stofnaði lyfjafyrirtækið Williams & Halls ehf. sem hann hefur stjórnað frá 2009 og er eigandi þess.