Vilborg, fyrrverandi samstarfskona Eddu, stendur á spjalli við Eddu þegar blaðamann ber að garði. Þær eru sammála um að einingin í pósthúsinu í Pósthússtræti hafi verið mikil.
Vilborg, fyrrverandi samstarfskona Eddu, stendur á spjalli við Eddu þegar blaðamann ber að garði. Þær eru sammála um að einingin í pósthúsinu í Pósthússtræti hafi verið mikil. ,,Þegar átti að flytja mig í Ármúlann héldum við grátpartí, það var í raun verið að skilja okkur að. Ég man þegar ég gekk út eftir síðasta daginn minn hér og ég eiginlega þurfti að þurrka tárin vegna þess að ég var að yfirgefa þetta hús,“ segir Vilborg. ,,Ég held að flestir póstmenn hafi djúp tengsl við þetta pósthús af því að flestir byrjuðu svona að einhverju leyti hér,“ segir Edda. ,,Áður fyrr þekkti maður nánast alla sem unnu hjá Póstinum. Í dag þekkirðu miklu færri af þeim sem vinna á hinum stöðunum. Nándin er ekki eins mikil.“