Kringlan Reitir eiga Kringluna.
Kringlan Reitir eiga Kringluna. — Morgunblaðið/Hanna
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir nýtt fasteignamat fyrir 2019 munu að óbreyttu auka kostnað við fasteignir. Það geti aftur birst í leiguverði á atvinnuhúsnæði. Guðjón segir fasteignamatið á eignasafni Reita hækka um 17% milli ára.

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir nýtt fasteignamat fyrir 2019 munu að óbreyttu auka kostnað við fasteignir. Það geti aftur birst í leiguverði á atvinnuhúsnæði.

Guðjón segir fasteignamatið á eignasafni Reita hækka um 17% milli ára. Það sé umfram væntingar stjórnenda félagsins. Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins og er Kringlan hluti af eignasafninu.

„Það er augljóst að rekstrarkostnaður fasteigna verður meiri vegna þessa. Að öllum líkindum smitast það út í verðlag. Okkur þykir það mjög miður fyrir viðskiptavini okkar. Hluti leigusamninga okkar er með ákvæði um að ef það verða verulegar hækkanir á fasteignagjöldum getum við breytt leiguverði. Eldri samningar eru ekki með slíkt ákvæði en allir nýrri samningar eru með það.“

Skattahækkanir á fyrirtæki

Guðjón segir Reiti áður hafa gagnrýnt „að breytt aðferðafræði við fasteignamat skuli skila sér beint út í skattahækkanir á atvinnulífið“. Sveitarfélögin hafi lítið hreyft við skattprósentunni.

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að ef fasteignaskattar verði óbreyttir sé hætt við að nýtt fasteignamat hækki verðlag og ýti þar með undir verðbólgu. Hærri gjöld muni m.a. auka kostnað hótela og leigufélaga. Á þessu stigi hagsveiflunnar sé slæmt að leiguverð skuli hækka umfram laun og verðlag.

baldura@mbl.is 6