Á sjómannadaginn sletta sumir meira úr klaufunum en aðrir og dansa bæði vals og ræl á tá og hæl. Þá er ekki úr vegi að hafa nokkur vel valin sjómannalög í handraðanum til að stilla taktinn.
Á sjómannadaginn sletta sumir meira úr klaufunum en aðrir og dansa bæði vals og ræl á tá og hæl. Þá er ekki úr vegi að hafa nokkur vel valin sjómannalög í handraðanum til að stilla taktinn. Hér koma nokkrar tillögur:
„Á sjó“ – Hljómsveit Ingimars Eydal
Lagið er að sjálfsögðu fyrir löngu orðið sígilt enda fjallar textinn frekar blátt áfram um störf og raunir sjómanna.
„Ó, María, mig langar heim“ – Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar
Þrátt fyrir að textinn sé í sjálfu sér sorglegur er lagið grípandi og gott til að dansa við.
„Simbi sjómaður“ – Haukur Morthens
Þeir eru eflaust margir sem hafa haldið til sjós með sömu ævintýraþrá og Simbi sjómaður. Hvort þau rættust veit enginn.
„Sjúddírarírei“ – Gylfi Ægisson
Gylfi á mörg góð sjómannalög og má þar sérstaklega nefna „Stolt siglir fleyið mitt“, sem allir sjómenn þekkja. „Sjúddírarírei“ er hins vegar besta lagið til að syngja þegar liðið er á kvöldið.teitur@mbl.is