Meðal áherslumála Slysavarnaskólans undanfarin ár er að áhafnir framkvæmi áhættumat um borð í skipum sínum. „Við höfum unnið að þessu verkefni í samvinnu við tryggingafélögin og er um að ræða mikilvægan þátt í forvörnum,“ segir Hilmar.
Meðal áherslumála Slysavarnaskólans undanfarin ár er að áhafnir framkvæmi áhættumat um borð í skipum sínum. „Við höfum unnið að þessu verkefni í samvinnu við tryggingafélögin og er um að ræða mikilvægan þátt í forvörnum,“ segir Hilmar.
„Áhöfnin fer þá vandlega yfir skipið sitt, skoðar vinnulag, aðferðir og öryggisþætti, og hvaða öryggisbúnaður er fyrir hendi. Öryggið er því sett á oddinn áður en haldið er af stað til veiða, og ekki bara rokið af stað.“