Enginn veit úr hvaða átt næsta stóra byltingin í öryggismálum á sjó kemur.

Enginn veit úr hvaða átt næsta stóra byltingin í öryggismálum á sjó kemur. Jón segir marga binda vonir við að endurnýjun skipaflotans muni gera sjómennskuna að öruggari atvinnugrein enda hönnun nýju skipanna betri og nýjasta tækni notuð til að vinnna mörg erfiðustu og hættulegustu verkin um borð. Þá á sér líka stað alls kyns nýsköpun þar sem bætt fjarskipti og tækniframfarir eru notuð til að auka öryggið, og má t.d. nefna að þar sem netsambands nýtur við má eiga í myndsamtali við lækni ef eitthvað bjátar á úti á miðunum og jafnvel mæla heilsufar skipverja og senda rafrænt til sérfræðinga sem leggja mat á það hvaða læknisaðstoðar er þörf.

„Mjörg margt er í gangi og rétt að vekja athygli á því að hægt er að sækja um styrki til Samgöngustofu vegna verkefna sem miða að því að auka öryggi sjófarenda. Við vitum að úti í samfélaginu eru einstaklingar með góðar hugmyndir og getum við veitt þeim liðsinni við að þróa hugmyndirnar áfram og gera þær að veruleika.“