Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, lagði mikla áherslu á það í fjölmiðlum í gær að Viðreisn væri ekki að fara inn í gamla meirihlutann í Reykjavík. Þetta yrði sko nýr meirihluti, ekki gamall.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, lagði mikla áherslu á það í fjölmiðlum í gær að Viðreisn væri ekki að fara inn í gamla meirihlutann í Reykjavík. Þetta yrði sko nýr meirihluti, ekki gamall. „Við erum ný, við köllum á breytingar og við köllum á nýjan meirihluta,“ sagði Þórdís Lóa, á hraðferð inn í gamla meirihlutann undir stjórn Dags B. Eggertssonar.

Við lítum nú ekki á að við séum að ganga inn í neitt gamalt. Við erum bara að fara að stofna nýjan meirihluta ef okkur gengur og þá verður það nýr meirihluti,“ sagði Þórdís Lóa.

Nýi meirihlutinn verður sem sagt nýr meirihluti, bara svo að það sé á hreinu.

Og ástæðan fyrir því að oddviti Viðreisnar þarf að tönnlast svona á því er auðvitað ekki að hún viti betur og átti sig á að flokkurinn sé í raun að ganga inn í gamla meirihlutann og muni þar starfa sem hækja Samfylkingar Dags.

Nei, ástæða þess að Þórdís Lóa hamast við að tala um nýjan meirihluta er að hann er alveg óskyldur þeim sem setið hefur og missti meirihlutann með risastóru tapi. Og það var ekki bara vegna þess að Björt framtíð bauð ekki fram, það var líka vegna þess að hinir flokkarnir þrír töpuðu átta prósentustigum.

Og þessir þrír flokkar verða í glænýja meirihlutanum með gömlu stefnuna sem hafnað var – og eflaust gamla fallna borgarstjórann að auki.