Hin dásamlega Una Stef mætir í viðtal til Sigga Gunnars í dag milli kl. 9 og 12 á útvarpsstöðinni K100 og hefur með sér nýtt lag lagið heitir Stefano, en Una samdi lagið til sonar síns. Una segir lagið fyllt með sól, gleði og góðum straumum. „Eins og krakkinn – alltaf glaður,“ segir Una með bros á vör.
Það er mikið um að vera hjá henni Unu en hún kemur fram á Secret Solstice í júní ásamt því að vera einn af tilkynntum listamönnum á Iceland Airwaves.
Í febrúar var hún tilnefnd sem söngkona ársins og einnig fyrir lag ársins, The One, á Íslensku tónlistarverðlaununum en hún vinnur nú að plötu sem er væntanleg á árinu. Hlustaðu á FM 100,5 eða á www.k100.is